Tenglar

7. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Kom á ný með badmintonspaða að gjöf

Samúel Ingi, Sara Dögg, Hlynur, Adrian, Sigurjón Árni og Ólafur Guðni ásamt Dalla og spöðunum.
Samúel Ingi, Sara Dögg, Hlynur, Adrian, Sigurjón Árni og Ólafur Guðni ásamt Dalla og spöðunum.

Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum, betur þekktur sem Dalli, kom færandi hendi í Reykhólaskóla fyrir skömmu. Að þessu sinni kom hann með badmintonspaða handa nemendum í fjórða bekk en á liðnu vori gaf hann nemendum í 4.-10. bekk spaða. Formlegur gefandi er raunar áburðarvökvinn Glæðir sem Dalli framleiðir en ekki hann sjálfur persónulega. Þá kvaðst hann stefna að því að fjórðubekkingar í skólanum hverju sinni fengu spaða. Eða eins og haft var eftir honum hér á vefnum:

 

„Þegar ég keypti spaðana hjá TBR [Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur] var mér tjáð, að þeir gæfu fjórðubekkingum sams konar spaða ár hvert. Við Kolfinna [íþróttakennari á Reykhólum] ákváðum að stefna að því sama hér, þ.e. að Glæðir gæfi fjórðubekkingum spaða næstu ár.“

 

„Dalli trúir því og við trúum því líka, að í hópnum leynist snillingar á þessu sviði,“ segir Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir íþróttakennari, sem sendi vefnum myndina sem hér fylgir.

 

22.05.2013  Geta ekki verið ungar Rögnur og ungir Broddar hér?

Glæðir

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30