Tenglar

6. mars 2011 |

Komandi sumar: Löng útivistarhelgi, hestahelgi ...

Reiðtúr á Reykhóladegi 2009.
Reiðtúr á Reykhóladegi 2009.
Þó að nýráðinn ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps, Harpa Eiríksdóttir, komi ekki formlega til starfa fyrr en í vor, enda við nám í Englandi, er hún á fullu að vinna að skipulagi ferðasumarsins í sveitarfélaginu. Búið er að ákveða útivistarhelgi dagana 23.-26. júní, þar sem í boði verða daglegar gönguferðir undir leiðsögn sérfróðra leiðsögumanna - og reyndar nokkrar á dag frá fimmtudegi til laugardags. Síðan verður hjóladagur á sunnudeginum.

 

Búið er að staðfesta helstu gönguna, sem verður á laugardeginum. Þá verður gengið frá Hofsstöðum út með Þorskafirði að Laugalandi. Hugmyndin er að á Laugalandi fái göngufólkið íslenska kjötsúpu.

 

Að sögn Hörpu eru uppi margar aðrar hugmyndir fyrir þessa útivistarhelgi. Væntanlega mun það skýrast fljótlega. Ef fólk hefur góðar hugmyndir um dagskrána ætti það endilega að senda henni póst.

 

Margt fleira er í undirbúningi, svo sem að vera með kvöldgöngur á fimmtudagskvöldum í sumar. Einnig að fá húsdýr í heimsókn á Upplýsingamiðstöð ferðafólks á Reykhólum. Hugmynd er um hestahelgi þar sem fólk kæmi með hestana sína og jafnframt yrði gestum boðið að fara í reiðtúr með heimamönnum.

 

Aldrei er of mikið af hugmyndum varðandi komandi ferðasumar og ferðaþjónustu í héraðinu almennt. Hafið óhikað samband við Hörpu Eiríksdóttur ferðamálafulltrúa og látið í ljós skoðanir ykkar og hugmyndir. Líka mættu þær koma fram í athugasemdum hér fyrir neðan. Ferðaþjónustan er einn af vaxtarbroddum atvinnulífsins. Þar styður hvað annað.

 

Athugasemdir

Elísabet Ý, sunnudagur 06 mars kl: 23:56

flott Harpa... mér lýst bara rosalega vel á þetta allt saman. ég er bara farin að hlakka til :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30