Tenglar

25. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Komdu lagi á myndirnar þínar - í fjarnámi

„Okkur vantar fjóra þátttakendur til að fara af stað með þetta námskeið“, segir í tilkynningu frá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi. Um er að ræða stutt námskeið þar nemendur læra að gera góðar ljósmyndir enn betri og jafnvel bjarga ónýtum myndum. Líka verður farið í skipulag mynda á tölvu, miðlun þeirra á netinu og gerð ljósmyndabóka, ásamt fleiru.

 

Námskeiðið verður haldið í Brekkubæjarskóla á Akranesi á þriðjudögum frá 29. janúar til 5. mars kl. 19.30 til 21 (6 skipti).

 

Möguleiki er á því að taka þetta námskeið í fjarnámi, en með því er átt við að hægt er að sjónvarpa kennslunni yfir netið, þannig að þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með og tekið þátt í hverri kennslustund. Varðandi vinnu verkefna verður reynt að koma til móts við þá sem ekki geta mætt í eiginlega tíma með hjálp eftir öðrum leiðum.

 

Notast verður við Picasa-myndvinnsluforritið (ókeypis) og möguleikar þess kynntir, m.a. þetta:

  • Laga myndir (skerpa, lýsing, litur, mettun)
  • Breyta myndum: Klippa/kroppa, minnka, létta fyrir netið eða tölvupóst
  • Prenta út myndir: Prentstillingar, prenta út fleiri en eina mynd eða blað
  • Flokka myndir með Picasa
  • Búa til myndasýningar, m.a. með því að búa til vídeó
  • Hlaða upp myndum í vefgallerí Picasa
  • Setja myndavídeó inn á YouTube

 

Leiðbeinandi er Kristinn Pétursson, sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmaður, vefhönnuður og umbrotsmaður. Hann starfar einnig við kennslu og námskeiðahald.

 

Verðið er kr. 21.900. Skráningar í síma 437 2390 eða í tölvupósti: skraning@simenntun.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31