Tenglar

20. janúar 2011 |

Komið hugmyndum ykkar á framfæri

Tilskrif: „Mér var að detta í hug hvort væri ekki sniðugt að hafa hugmyndabanka á Reykhólavefnum þar sem fólk gæti komið hugmyndum sínum á framfæri. Þetta er notað í sumum fyrirtækjum þar sem fólk getur skrifað niður allt sem má betur fara og komið með lausnir á vandamálum. Vestfirðir voru í fimmta sæti yfir áhugaverða staði úti í heimi sem fólk vill heimsækja og þá væri nú sniðugt að nýta sér það. Fólk sem býr hér lumar kannski á snilldarlausnum til að trekkja að ferðamanninn og bara gera samfélagið okkar ennþá betra til að búa í. Þetta myndi stuðla að jákvæðum hugsanagangi og fólk myndi vera meðvitaðara um samfélagið sem það býr í“, segir Hlynur Stefánsson á Reykhólum í pósti til umsjónarmanns þessa vefjar.

 

Það verður að teljast ákaflega góð tillaga að fólk komi hugmyndum sínum á framfæri hér á vefnum. Spurningin er hins vegar hvaða hátt ætti að hafa á slíku til að athygli veki og hvort stofna skuli sérstakan undirvef. Áður en lengra er haldið er niðurstaðan sú (hún gæti breyst), að líklega sé einna heppilegast að slíkt kæmi á undirvefinn Sjónarmið / Aðsendar greinar (valmynd vinstra megin) en jafnframt yrði á sjálfum fréttavefnum vakin athygli á því sem þar birtist og vísað þar inn.

 

Á meðan þetta er melt er fólkið í Reykhólahreppi, sem og þeir fjölmörgu aðrir sem bera hag héraðsins fyrir brjósti, eindregið hvatt til að senda vefnum tilskrif um allt sem á hugann leitar í þessum efnum - eða öðrum - netfangið er vefstjori@reykholar.is. Ekki þarf að hafa minnstu áhyggjur af innsláttarvillum eða frágangi yfirleitt. Ef einhver þörf gerist verður það lagað umyrðalaust fyrir birtingu. Helst þyrfti andlitsmynd að fylgja ef hún er til í tölvunni en það er vissulega ekki alveg nauðsynlegt.

 

Myndina tók Árni Geirsson á svifvæng yfir Reykhólasveit.

 

Athugasemdir

Ásta Sjöfn, fimmtudagur 20 janar kl: 19:57

Mér finnst þetta vera frábær hugmynd hjá Hlyn! Staðreyndin er sú að hér býr fábært og hugmyndaríkt fólk og við eigum að reyna að virkja þann auð sem við eigum.

Harpa Eiríksdóttir, fimmtudagur 20 janar kl: 21:08

Þetta er frábær hugmynd - styð þetta

kveðja
Harpa frá Englandi

Sig. Torfi, fstudagur 21 janar kl: 00:09

sammála því, stórgóð hugmynd... En svo ég vitni hérna í tilskrifin hér að ofan, þar stendur " að trekkja að ferðamanninn" Það er göfugt verkefni útan fyrir sig, þó svo náttúran sjái um það að stórum hluta, en það er ekki nóg.
Mig sem stoltan íbúa hér á Reykhólum sárnaði það margoft í sumar að sjá hvern ferða manninn á fætur oðrum, snúa frá vegna tjaldsvæðisleisis, allt fullt hjá Álftalandi og frímerkið fyrir neðan sundlaugina líka.
Ferðamanna straumur innanlands er að stóraukast og Vestfirðir að verða sífelt vinsælli áfangastaður, við þessu verðum við að bregðast STRAX.
Hættum að benda hvert á annað(hreppurinn og ferðaþjónustuaðilar) og vinnum að þessu í sameiningu, og finnum hentuga staðsetningu t.d hvanngarðabrekkunna...

Guðjón D Gunnarsson, fstudagur 21 janar kl: 12:42

Þetta eru orð í tíma töluð. Hafinn er undirbúningur að almennum íbúafundi um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun hér í hreppnum og ef til vill verða nágrannar okkar með. Þjónusta við ferðamenn er stór liður í þeim málum. Ég hvet alla sem þetta lesa til að taka virka þátttöku.

Hanna Lára Jónsdóttir, fstudagur 21 janar kl: 13:55

Já það er nauðsynlegt að gera Reykhóla aðlaðandi og hafa þjónustuna í lagi. Til dæmis

er ekki nóg að hafa vinnu það þarf að hafa húsnæði fyrir fólk svo það vilji flytja hingað.Ég hef heyrt líka frá fólki að það vilji hafa litla kringlu með allri grunnþjónstu eins og apóteki ,verslun , vínbúð og matsölustað. Til þess að geta verslað í heimabyggð. :) En við vitum nú flest að það þarf meira til en bara náttúruna til að þess að fá ferðamanninn eins og hann Hlynur er að benda á Torfi. Það þarf að laga ýmislegt áður til þess að þeir keyri ekki bara framhjá okkur og Hvannagarðabrekkan er góð hugmynd hjá þér. Það væri hægt að hafa kaffihús með stuttan opnunartíma svo það myndi gera sig og eins með litlu kringluna þá fengi fólk vinnu og við meira fólk hingað.Svo erum við með hárgreiðslukonu hérna sem gæti verið i sama húsnæði þvi öll viljum við fara af og til í klippingu.

Sig.Torfi, fstudagur 21 janar kl: 19:16

Þessi skrif mín, áttu það vera í beinu framhaldi af skrifum Hlyns og til stunðnings, bara svo það valdi ekki misskilningi,, við Hlynur erum að öllu leiti samála um þetta málefni...

Þorgeir Samúelsson, fstudagur 21 janar kl: 22:19

Titilskrif sem kend eru við Hlyn Stefánson eru ekki skrif hans né annara...heldur á heiðurinn af því nýflutt kona hingað úr Hafnafirði Hanna Lára Jónsdóttir...ég er svo frægur að hafa fengið að prófarkalesa þetta hugðarefni hennar...og hvatti hana til að senda þetta undir sýnu nafni...en jafnréttið er alltaf samt við sig...karlpeningurinn varð að eyga heiðurinn og þetta byrtist hér sem yfirveguð íhugun undir nafni Hlyns.
En hugmyndin er góð...og ætti að vera innlegg í fátækt hugmyndaríki...furðulegt að kjörnir fulltrúar skuli ekki taka undir...nema eins og uppgefnir sleða hundar...að undanskyldri nágrannakonu minni Húsfreyjunni á Grund...sem hefur þó brotið blað með því að halda úti súpufundum með tilheyrandi upplýsingum...þar mætast þær sennilega Ásta Sjöfn og Hanna Lára...báðar aðfluttar ...hafa aðrar hugmyndir og aðrar áherslur en við þetta tortryggna og heimaríka lið....væri þá ekki ráð að gefa nýjum straumum lausan taumin og hlusta á og hvetja? Horfið bara á verslunarþjónustuna sem við getum þó verið stollt af....getur einhver hugsað sér að veita verslunarrekendum betir aðstöðu til meiri þjónustu?.....Verslunnar rekendur og eygendur eru fólk sem er með áratuga reynslu í því sem þau eru að gera...og þurfa enga fræðslu...heldur uppörfun og aðstöðu sem er þeim sæmandi...Eitthvert fyndnasta dæmi um hugarástand íbúa ...er upphaf síðasta súpufundar...þar sem frumælandi þurfti að sanna fyrir fundargestum að hann mætti yfir höfuð tala ..sona almennt...vitnaði í fundargerð....hann var líka innfluttur...hættulegur...skemdarvargur.....Þar kom eins og alltaf...Gamla klysjan í ljós!...ég man svo langt aftur að hún Ingibjörg okkar í Garpsdal réðst hér til starfa sem hjúkrunarkona fyrir margt löngu síðan....hún var náttulega stórhættuleg ....komin að...sunnan...en er og verður í mínum huga sem bjargvættur Dvalaheimilisins Barmahlíð ...ásamt öðru góðu fólki...sem barðist á hæl og hnakka fyrir tilvist þessarar stofnunar...sem á nú að skera niður við trog! Góðir íbúar Austur-Barðastrandasyslu...látum það aldrei gerast að taka af okkur eitthvað sem við höfum sannanlega unnið til! Látum aldrei deygan síga í að leita réttar okka í öllum þeim hagsmunarmálum sem okkur varðar...verum opin fyrir öllu sem nýir íbúar og fræðendur hafa fram að færa....tökum öllum góðum hugmyndum fagnandi....og vinum úr þeim.
Torfi og Hlynur...vona að þið verið samála um allt sem kom fram í titilgreininni:))))

Játvarður Jökull Atlason, laugardagur 22 janar kl: 04:18

ekki vissi ég að Ingibjörg væri aðflutt en ég er hjartanlega sammála um að hún sé búin að vera hornsteinn í okkar samfélagi hérna. En það er greinilekt að eitthvað þarf til þess að lifta okkur hérna upp frá því að vera alltaf á brattan að sækja eins og ég hef upplifað mína veru hérna frá því að ég man eftir mér. En hvort sem það er lítil verslunarmiðstöð eða tjaldstæði eða sjóstangveiði eða eyjasigling eða hvað það nú er eigum við hérna HEIMA að líta björtum augum á framtíðina og lára framtaksemina ráða frekar en að halda endalaust aftur af okkur útaf efasemdum. Það er betra að 2 sprotafyrirtæki fari á hausin heldur en að ekkert gerist þvi þótt að það sé ekki nema eitt fyrirtæki af 10 sem stendur á þetta eina fyrirtæki eftir að borga sig margfallt upp fyrir bæði samfélagið og ríkið.
Þetta er bara mitt hugarfar sem ég vill koma á framfæri og þá aðallega að hvetja fólk sem á góðar hugmyndir að vinna í því að gera þær að veruleika

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 22 janar kl: 09:48

Góður! Játvarður Jökull...afi þinn er örugglega ánægður með þig núna...gamli baráttuaxlin sér að barnabarnið sitt hefur tekið upp pennan til að kommenta og hvetja....húsnæði bátasafns Breiðafjarðar sem nú er....er hans hvataverk til að stuðla að velferð og atvinnustefnu byggðarlagsin...þetta var 1961..grái Fergusonin með eina ljóstýru á húddinu var oft á ferðinni til að bera ökumannin milli manna til skrafs og ráðagerða...þá var ekki talvan eða GSM símin heldur var hringt....handsnúin sími... en nú er önnur öld...með öllu sem henni fylgir...nú virkar það best að vera á tánum og fylgjast með hvernig heimsk stjórnsýsla ríkisins kemur fram við okkur þessar sálir sem viljum una og búa á landsvæðum...... sem eru fyrir landgæði bæði til lands og sjávar....en alvaran snýst um að halda því sem við höfum ....og bæta sem mestu á listan yfir þá hluti sem eru og verða okkar kanski mikilvægasta framlag...að bjóða alla velkomna...og virkja þá til verka!

Harpa Eiríksdóttir, laugardagur 22 janar kl: 10:16

Það er frábært að sjá að sveitungar vilja sjá eitthvað gerast í ferðamálum sem og atvinnumálum. Ég hef sjálf kannast við að það sé erfitt að sækja þá vinnu heim í sveitina sem vekur áhuga hjá manni, þó að það sé nú að breytast og mun útskýrast fljótlega vonandi, það þarf að skapa spennandi og hvetjandi störf fyrir unga fólkið, sem dæmi í ferðaþjónustunni, hægt að efla starfssemi safnsins og upplýsingarmiðstöðvarinnar með þáttöku sveitunga. Samstagaða er mikilvæg ef það á að verða að veruleika að styrkja sveitina á hvaða hátt sem er.

Kveðja

Harpa

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 22 janar kl: 11:06

Góður pistill Harpa!
Samstöðuna...með samstöðu skapast styrkur...styrkur verður að afli....og aflið hreyfir við hlutunum..ekki satt? Gott innlegg hjá þér Harpa!

Eiríkur Kristjánsson, laugardagur 22 janar kl: 11:47

Það er gott að sjá að menn eru farnir að hita upp fyrir blótið.
Burt séð frá því hver er upphafsmaður þessara skrifa og hver prófarkarlas þau þá er hugmyndin ágæt, Sérstaklega væri þetta vel heppnað ef í hugmyndabankann kæmu fullmótaðar hugmyndir, þ.e. sýnt væri fram á hvernig á að framkvæma þær og fjármagna.
Og úr því Þorgei nefndi sleðahunda hér að ofan, þá hef ég mun meira álit á þeim en gjammandi búrtíkum.

Atli Georg Árnason, laugardagur 22 janar kl: 13:22

Góðan dag,

Þetta er frábær tillaga/hugmynd hjá þeim sem hana á og má með sanni segja að þessi dásemdar tillaga hafi heldur betur komið hugmyndaflugi okkar af stað með þá möguleika sem samfélag okkar getur boðið uppá til frekari farsældar.

Nú er bara að láta kné fylgja kviði og leggjast öll saman á eitt til uppbyggingar sem að við getum öll verið stolt af, segjum nei við niðurrifi og tökum höndum saman með kærleika og jákvæðni vegna þess að það er það eina sem þarf til, til að leysa verkefni líðandi stundar.

Engar afsakanir bara lausnir, segjum já og skoðum möguleikana á úrlausn þeirra viðfangsefna sem upp koma í skoðana samskiptum okkar, ef svo fer verður það öllum til framdráttar.

Vinnum að uppbyggingu burt með niðurrif, við erum sköpuð til að byggja upp en ekki til þess að rífa niður.

Kærleiks kveðja frá Reykjabraut 13 ;-)

Atli Georg og fjölskylda

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 22 janar kl: 20:06

Það er enginn að hita upp fyrir þorrablót Eiríkur...ef þú heldur að það megi ekki gagnrýna kjörna fulltrúa...að þá ert þú á villu þíns vegar...og ert með réttu gjammandi búrtík þeirra sem engu þora.....væri ekki nær að það kæmu einhverjar tilögur frá kjörnum fultrúum..sem hefðu einhverja vikt fyrir samfélagið....boltin er hjá þér...komdu með einhverja fullmótaða tilögu!

Eiríkur Kristjánsson, sunnudagur 23 janar kl: 15:21

Boltinn er hjá mér segir þú, Þorgeir. Ég hef nú bara haft þann háttinn á þegar mér dettur eitthvað í hug sem ég held að sé eitthvert vit í, að pára það niður á blað og koma því til þeirra sem málið varðar. Ef menn eru að burðast með mál sem þeir vilja að fái brautargengi þá er þetta að mínu mati skilvirkasta leiðin.
Ég hef aldrei haldið fram að kjörnir fulltrúar séu hafnir yfir gagnrýni frekar en aðrir en, þeir sem uppi hafa slíkt verða líka að sýna og sanna að þeir geti gert betur.
Ef þig langar að ræða þetta eitthvað frekar þá ertu velkominn hvenær sem er í kaffi og kruðerí.

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, sunnudagur 23 janar kl: 18:38

Það er ánægjulegt hversu líflegar umræður hafa skapast hér, og líka athugasemdirnar við aðrar fréttir hér á vefnum undanfarið. Meira af slíku! En eitt af því sem hefur vantað tilfinnanlega eru skammir í garð umsjónarmanns vefjarins. Hann man ekki til þess að hafa verið ávíttur nema einu sinni á hátt í þremur árum og þó fremur mildilega. Vonandi rætist úr því!

Harpa Eiríksdóttir, sunnudagur 23 janar kl: 18:42

ég myndi hrósa þér frekar en ávíta, að mínu mati átt þú hrós skilið yfir að koma fréttum til skila og hve líflegur þessi vefur er.

Stórt skref var tekið þegar hann komst á lagnirnar og að sjá svona skemmtilegar og líflegar fréttir og athugasemdir er frábært

Kveðja frá Englandinu
Harpa

Guðbjartur, mnudagur 24 janar kl: 01:16

Ég nenni nú ekki að fara yfir allt sem skrifað hefur verið fyrir ofan. En afþví sem ég las voru vissulega góðar hugmyndir. En það sem vill oft gerast er að fólk fari framúr sjálfu sér eins og að opna litla "kringlu". þessi hugmynd mundi ekki standa undir sér, fyrst þarf að halda litlu sjoppunni gangandi.
sjoppan getur ekki gengið ef ekki nóg og margir sækja í hana. Eins og fyrr var skrifað er erfitt að finna húsnæði til kaupa á reykhólum og er það fyrsta vandamálið. Margir sem vilja flyja þangað og enn fleiri sem væri virkilega til í að skoða kaup á sumarbústuðum. það að geta gert flott sumarbústaðahverfi nálægt reykhólum myndi þíða fleiri viðskiptavini í bjarkalund, sundlaugina, sjoppuna og þá gæti meirað segja verið undirstaða fyrir lítinn "bar". en til þess að geta fengið fleiri til að flytja á reykhóla þá þarf meiri vinnu og frekar dýrt að farað smíða hús núna.

Allavegana í stuttumáli.
ég mundi halda að fyrsta skrefið sé að fá fleiri til að koma á reykhóla t.d. með sumarbústaðalóðum og tjaldsvæðum og stað fyrir fólk að hittast á kvöldin.

Hjalti, mnudagur 24 janar kl: 16:38

Ég vil byrja á því að fagna þessari umræðu sem hefur farið fram hérna á vefnum. Það er alltaf þannig að hugmyndir eru byrjun á einhverju ef þær eru settar fram. Í skrifum Hönnu Láru hér að ofan er sett fram hugmynd um einhverskonar kringlu þar sem tilgangur hennar yrði að auka þjónustu við íbúa og ferðamenn, allt á einum stað. Hugmyndin er verulega góð en það sem mætti kannski sleppa í svona umræðu er að draga úr fólki með því að tala um að einhver sé að fara framúr sér líkt og Guðbjartur skrifar. Er ekki betra fyrir okkur að spyrja frekar spurninga í þá átt að aðlaga hugmyndina að okkar samfélagi þannig að hún geti gengið. það er engin hugmynd of stór vinnum bara rétt úr henni.

Harpa Eiríksdóttir, mnudagur 24 janar kl: 17:55

er sammála Hjalta að það má alls ekki draga úr fólki, heldur sjá möguleikana sem svona hugmynd gefur, það er ekkert verið að tala um eitthvað sem á að gerast einn, tveir og þrír, heldur þurfa hugmyndir að koma og að vinna úr þeim til að taka skref fram á við, sveitarfélagið eflist ekki við að taka skref aftur á bak.

Vonandi mun þessi hugmyndabanki komast á lagnir og að þær hugmyndir komist í framkvæmd sem koma í hann. Umræða er allavega komin til að vera. Nú er að fá fólk sem er óhrætt við að prófa nýja hluti og láta hluti gerast.

Guðbjartur, mivikudagur 26 janar kl: 20:31

Ekki á neinn hátt vildi ég gera lítið úr hugmyndinni.
kom því kanski ílla frá mér, en ég var að tala meira um að áður en það yrði gert þarf að fá t.d. ferðamenn inná Reykhóla til þess að svona búð færi ekki strax á hausin.
að sjálfsögðu væri frábært að geta opnað litla verlsunarmiðstöð einn daginn þarna, en áður en það gerist væri frábært að fá leið til þess að laða ferðafólk meira að til að.
t.d. að bjóða uppá góða leiðsögn um svæðið.

Ingvar Samúelsson, fimmtudagur 27 janar kl: 23:15

Ég bíð eftir hugmindum þóað sé komin 2l komment finnst mér þetta ansi rírt. Mínar hugmindir eru stækka tjaldstæðið við sundlaugina. Setja upp sánaklefa úti þar sem eru útiklefarnir. Grafa upp gömlu sundlaugina og hlaða upp vegg fyrir neðan það er orkubúsmegin. Hlaða upp brunninn í kvennfélagsgirðingunni. Koma upp kaffihúsi og pöbb í gamla Mávavatni. Á meðan uppbygging stendur yfir vil ég sjá veitingastað í eldúsi skólans yfir sumartímann. Upplísingamiðstöð í Bjarkarlund með útibú í Króksfjarðarnesi og Reykhólum. Sveitamarkað í Bjarkalundi. Svo þarf að samræma gæs og rjúpnaveiði með hagsmunum allrar sveitar í huga , selja veiðileyfi gistingu og mat. Áður en hreyndýrin og villisvýnin koma. Ég vil sjá íbúaþing hér í Reykhólahrepp innan tvegga mánaða þar sem sveitastjóri og sveitastjórn kinna sig og taka við tillögum frá íbúum sveitafélagsins. Garðskála við Barmahlíð þar sem er hægt að selja súpu og brauð í hádeginu eftir pöntun. Gamla stýrishúsið af Fossánni á Bátasafnið sem kinningarbás fyrir Þörungarverksmiðjuna. Kær kveðja Ingvar Samúelsson.

Hjalti, fstudagur 28 janar kl: 17:24

Sammála Ingvari það er allt í lagi að koma framm með hugmyndirnar. Til að þessi umræða verði aðgengilegri er spurning hvort vefstjóri geti búið til link á síðuni sem gæti ti ldæmis heitið "umræðan" eða eitthvað álíka þessi koment eru orðin svo aftarlega og ekki öllum sjáanleg.
Kveðja Hjalti Hafþórsson

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30