Komið í veg fyrir framþróun í landbúnaði?
Þetta segir meðal annars í athugasemdum samtakanna við áformaðar breytingar. Þá er því mótmælt að það skuli vera háð geðþótta Umhverfisstofnunar hvort og hvernig bændur megi nota vélknúin ökutæki vegna nýtingar jarða, við smölum og hlunnindanytjar.
Þá benda Bændasamtökin á að breytingarnar myndu hafa í för með sér að nánast öll framræsla votlendis vegna ræktunar yrði útilokuð. Þá yrði venjuleg túnrækt sett í uppnám, þar sem fræið er flutt inn, og loks gera Bændasamtökin athugasemdir við það að Náttúrufræðistofnun verði eini umsagnaraðilli um þann innflutning en ekki verði leitað fagþekkingar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Breytingatillögurnar eru fyrri áfangi heildarendurskoðunar náttúruverndarlaga og eiga að taka til atriða, sem brýnast þykir að taka á.
- Samantekt af vefnum visir.is.
Ingvar Samúelsson, mnudagur 31 janar kl: 17:05
Löngu tímabært að setja hömlur á að smala á mótarhjólum , þá meina ég tvíhjól. Kveðja Ingvar Samúelsson