Tenglar

27. janúar 2015 |

Komið verði í veg fyrir enn hrikalegra umhverfisslys

Ljósm. Wikipedia / Michael Haferkamp.
Ljósm. Wikipedia / Michael Haferkamp.

Sauðfjárræktarfélögin í Strandasýslu sendu í fyrravor Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðar- og umhverfisráðherra neyðarkall. Tilefnið var að 1. júlí í fyrra voru liðin 20 ár frá því að ríkisvaldið alfriðaði refi á 580 ferkílómetra svæði á Hornströndum í óþökk nágrannabyggða og án undangenginna rannsókna á lífríki svæðisins. Ekki hefur enn borist svar frá ráðherranum, að sögn Guðbrands Sverrissonar, formanns Sauðfjárræktarfélags Kaldrananeshrepps.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir enn fremur:

 

Skorað var á ráðherrann „að koma í veg fyrir enn hrikalegra umhverfisslys en þegar er orðið með því að aflétta friðun refa á Hornströndum og koma skipulagi á veiðar þar“. Þá var skorað á ráðherrann að koma nú þegar á fót samræmdri veiðistjórnun á vargi um land allt, sem byggist á reynslu og þekkingu á veiðum dýrastofna sem ákveðið er að halda innan ákveðinna marka. Einnig að koma í veg fyrir að stór landsvæði verði uppeldisstöðvar vargs, þar sem fámenn en víðáttumikil sveitarfélög berjist vonlausri baráttu við að verja náttúruna.

 

Jafnframt var farið fram á að refa- og minkaveiðar verði undanþegnar virðisaukaskatti og endurgreiðsluhlutfall ríkissjóðs af refa- og minkaveiðum verði 50%.

 

Fram kemur að bændur telji sig hafa séð mikla fjölgun refa og aukinn ágang refs frá því að refaveiðum var hætt á Hornströndum. Í kjölfarið hefur tíðni dýrbits aukist og eins ásókn refa í varp æðarfugls og rjúpu og reyndar fugla almennt.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30