Tenglar

7. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Komnir með prófskírteini frá Brunamálaskólanum

Bjarni Þór, Guðmundur slökkviliðsstjóri, Ágúst Már og Artur.
Bjarni Þór, Guðmundur slökkviliðsstjóri, Ágúst Már og Artur.

Fjórir liðsmenn í Slökkviliði Reykhólahrepps hafa lokið tveimur vorannarnámskeiðum við Brunamálaskólann í ýmsu því sem viðkemur slökkvistörfum og fengið prófskírteini sín. Að öðru námskeiðinu loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til slökkvistarfa utanhúss, til að annast vatnsöflun, reyklosun og dælingu. Að hinu loknu skal nemandi m.a. vera hæfur til reykköfunar og hafa þekkingu á þróun innanhússbruna og yfirtendrun.

 

Þeir liðsmenn Slökkviliðs Reykhólahrepps sem hér um ræðir eru Artur Kowalczyk, Ágúst Már Gröndal, Bjarni Þór Bjarnason og Sigursteinn Þorsteinsson. Myndin af þeim með prófskírteinin (nema hvað Sigurstein vantaði á staðinn) ásamt Guðmundi Ólafssyni slökkviliðsstjóra á Litlu-Grund var tekin við Slökkvistöðina á Reykhólum.

 

Brunamálaskólinn hefur verið starfræktur á vegum Brunamálastofnunar frá stofnun hans árið 1994 en Mannvirkjastofnun tók við því hlutverki 2011. Hlutverk skólans er að veita slökkviliðsmönnum og eldvarnaeftirlitsmönnum um allt land þá menntun, starfsþjálfun og endurmenntun sem nauðsynleg er vegna starfa þeirra, segir á vef Mannvirkjastofnunar.

 

Athugasemdir

Hrefna Hugósdóttir, fimmtudagur 08 ma kl: 22:54

Til hamingju Reykhólar með flotta slökkviliðsmenn, það er svo ótrúlega mikilvægt að vera með öflugt slökkvilið. Húrra fyrir ykkur strákar :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31