Tenglar

8. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Komu á flugvél gagngert að sækja jólahangikjötið

Á flugvellinum á Reykhólum með jólahangikjötið í fanginu.
Á flugvellinum á Reykhólum með jólahangikjötið í fanginu.
1 af 8

Mikil vinnutörn er í Reykskemmunni Stað um þessar mundir að pakka og ganga frá pöntunum til sendingar. „Það eru allir í fjölskyldunni í þessu,“ segir Eiríkur Snæbjörnsson bóndi á Stað. Núna komu menn meira að segja á lítilli einkaflugvél á Reykhóla gagngert til að sækja jólahangikjötið enda er framleiðslan mjög eftirsótt. „Já, framleiðslan og salan hafa farið jafnt og þétt upp á við með árunum,“ segir Eiríkur. Þarna er um að ræða lambakjöt og sauðakjöt, rúllupylsur og bjúgu. Reykingin er bæði taðreyking og birkireyking.

 

Búendur á Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit eru hjónin Sigfríður Magnúsdóttir og Eiríkur Snæbjörnsson ásamt dóttur sinni og tengdasyni, Rebekku Eiríksdóttur og Kristjáni Þór Ebenezerssyni frá Reykhólum, og ungum dætrum þeirra, Védísi Fríðu og Anítu Hönnu. Þau standa öll í sameiningu að Reykskemmunni.

 

Það var rétt um aldamótin sem þau byrjuðu á reykingunni og hafa verið í samtökunum Beint frá býli og Veisla að vestan frá upphafi. Þau senda hvert á land sem er, þó að núna hafi legið svo mikið á að krækja í jólahangikjötið frá Reykskemmunni Stað, að komið var á flugvél til að sækja það.

 

Skoðið myndirnar sem hér fylgja. Á kirkjustaðnum gamalfræga Stað á Reykjanesi er staðarlegt (myndarlegt) heim að líta, eins og sjá má á tveimur síðustu myndunum, sem teknar voru núna í haust.

 

Sjá nánar hér um það sem í boði er ásamt verðskrá. Hægt er að fá frekari upplýsingar og jafnframt að panta jólahangikjötið og annað í símum 893 1389 og 434 7730 og netfanginu stadur@simnet.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31