Tenglar

25. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Komu í Barmahlíð færandi hendi

Frá afhendingunni. Nöfnin í meginmáli.
Frá afhendingunni. Nöfnin í meginmáli.
1 af 2

Eins og hér kom fram efndu krakkarnir í fimmta og sjötta bekk Reykhólaskóla til tombólu og kakósölu í tilefni af góðverkavikunni í skólanum og ákváðu að innkoman skyldi renna til Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Í morgun komu þau svo í Barmahlíð með peningana þar sem Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarforstjóri veitti þeim viðtöku fyrir hönd heimilisins. Myndirnar voru teknar við það tækifæri.

 

Á fyrri myndinni eru, talið frá vinstri: Solveig Rúna Eiríksdóttir, Hrefna Hugosdóttir, Brynjar Pálmi Björnsson, Sandra Rún Gústafsdóttir, Tindur Ólafur Guðmundsson, Steinunn Lilja Torfadóttir, Valdimar Ólafur Arngrímsson, Védís Fríða Kristjánsdóttir, Birna Björt Hjaltadóttir og Ólafur Stefán Eggertsson. Staukur með peningunum er á borðinu fyrir framan þau. Á seinni myndinni hefur mannskapurinn búið til pýramída úr sjálfum sér.

 

Einhver varpaði því fram til gamans, hvort ekki væri bara rétt að geyma peningana þangað til þau væru sjálf komin til búsetu í Barmahlíð.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31