Tenglar

24. nóvember 2015 |

Konnakot: Franskir fiskimenn á skútuöldinni

María Óskarsdóttir á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.
María Óskarsdóttir á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.

María Óskarsdóttir á Patreksfirði hefur undanfarin sextán ár safnað heimildum um veru franskra fiskimanna hér við land á skútuöldinni. Vorið 2012 gaf hún út bók á frönsku með samskiptasögum Íslendinga og Fransmanna. Einnig hefur hún haldið fyrirlestra og verið með sýningar tengdar þessu viðfangsefni hér á Íslandi, á Bretagneskaga og í Normandí.

 

Um nokkurra ára skeið hefur hún einnig verið með sýningu á heimili þeirra hjóna á Patreksfirði, þar sem bæði eru munir og myndir, íslenskir og franskir, ásamt fjölda bóka um þetta tímabil.

 

María ætlar núna á fimmtudagskvöldið, 26. nóvember, að koma í heimsókn í Konnakot, félagsheimili Barðstrendingafélagsins að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og vera með myndasýningu sem hefst kl. 20.

 

Aðgangseyrir er kr. 500 og rennur óskiptur til Björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði. Allir eru velkomnir og heitt á könnunni.

 

Sjá einnig:

Skinnklæðin vekja athygli

Frönsku fiskimennirnir á faraldsfæti

 

Barðstrendingafélagið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31