9. júlí 2020 | Sveinn Ragnarsson
Könnun til landeigenda og ábúenda í Reykhólahreppi
Vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykhólahrepps er lögð fyrir landeigendur og ábúendur spurningakönnun um áform sem snúa að starfsemi, mannvirkjagerð og landnotkun á jörðum, t.d. hvað varðar frístundabyggð, ferðaþjónustu, iðnaðarstarfsemi, orkuöflun, skógrækt og efnistöku eða aðrar framkvæmdir sem kunna að vera framkvæmda- eða byggingarleyfisskyldar.
Því er nú leitað til landeigenda og ábúenda og óskað eftir að þeir/þær svari spurningunum að neðan eftir bestu getu.
Könnuna má finna HÉR á kynningarvef aðalskipulagsvinnunnar.