Tenglar

30. júní 2021 | Sveinn Ragnarsson

Könnun vegna áætlunarferða

Könnun vegna almenningssamgangna á milli Reykhóla og Króksfjarðarness vegna leiðar 59 hjá Strætó.

 

Unnið er að því þessa dagana að koma á almenningssamgöngum á milli Reykhóla og Króksfjarðarness í tengslum við ferðir Strætó, leiðar 59.  Verkefnið er enn á vinnslustigi.

Skv. vetrartöflu Strætó ekur leið 59 frá Reykjavík til Hólmavíkur með viðkomu í Króksfjarðarnesi föstudaga og sunnudaga og sömu leið til baka. 

 

Í tengslum við verkefnið vill skrifstofa Reykhólahrepps kanna áhuga aðila til að taka að sér aksturinn. Áhugasamir aðilar gefi þeir sig fram við skrifstofu á netfangið skrifstofa@reykholar.is.

 

Aðilinn þarf að hafa öll tilskilin leyfi til aksturs með farþega og bifreið til afnota sem uppfyllir skilyrði um farþegaakstur.

Áætluð vegalengd á milli Reykhóla og Króksfjarðarness eru 30 km. 

Um klukkustundar bil er á milli komu Strætó frá Borgarnesi til Króksfjarðarness og brottfarar Strætó frá Króksfjarðarnesi til Borgarness.  Aka þarf báða ferðir, báða dagana.

Verkefnið hefur ekki verið útfært að fullu, en til greina kemur að farþegar hringi í aðila til að ræsa ferð, verktaki verði annars á bakvakt.

 

Skrifstofa Reykhólahrepps.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30