8. desember 2009 |
Konuhittingur á Skriðulandi í Saurbæ
Hinn hefðbundni konuhittingur á Skriðulandi í Saurbæ er annan þriðjudag í hverjum mánuði yfir veturinn. Desemberhittingurinn er í kvöld, þriðjudagskvöldið 8. desember. Hann hefst að venju kl. 20 og stendur eins lengi og hentar. Léttar veitingar í boði. Konur hafi með sér einhverja handavinnu. Karlar eru líka velkomnir með handavinnu þótt ekki hafi borið mikið á þeim á þessum samverustundum til þessa.