Tenglar

11. nóvember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Konungur lofaði styrk til saltvinnslu á Reykhólum

Søren Rosenkilde og Garðar Stefánsson á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn.
Søren Rosenkilde og Garðar Stefánsson á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn.
1 af 6

Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde sem reka Norðursalt á Reykhólum vonast eftir fjárstyrk frá Dönum til þessa framtaks. Á sínum tíma lofaði Danakonungur, sem þá var Kristján sjöundi, að veita styrk hverjum þeim sem kæmi á fót saltvinnslu á Reykhólum og var það birt í lagasafninu fyrir Ísland. Ætla má að ákvæðið sé enn í fullu gildi og núna sé það í verkahring Margrétar Þórhildar drottningar að standa við orð forvera síns enda þótt nokkuð sé um liðið.

 

Margrét Þórhildur er væntanleg til Íslands á morgun í tilefni þess að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Þeir Garðar og Søren ætla að nýta heimsókn hennar til að koma því á framfæri að núna sé farið að vinna salt á Reykhólum.

 

Ítarlega var greint frá þessu í máli og myndum á vef Morgunblaðsins í gærkvöldi, sjá hér: Sækja 226 ára styrk til drottningar. Myndirnar sem hérna fylgja eru hins vegar aðrar en þær sem þar getur að líta. Á myndum 1-3 eru þeir Garðar og Søren að leita heimilda um þetta mál á Ríkisskjalasafni Dana. Myndir nr. 4 og 5 eru af síðu í Lovsamling for Island þar sem fyrirheitið um fjárstuðning kemur fram. Mynd nr. 6 er af Kristjáni sjöunda, konungi Danmerkur og Noregs 1766-1808. Vegna veikinda Kristjáns fór krónprinsinn sonur hans sem seinna varð Friðrik sjötti í raun með konungsvald frá 1784.

 

Sjá einnig:

Verðlaun danska konungsvaldsins til saltverks á Reykhólum (pdf)

Danadrottning á Íslandi 12.-14. nóvember 2013

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31