Tenglar

28. desember 2009 |

Konur í Reykhólahreppi nánast eins margar og karlar

Reykhólar.
Reykhólar.
Fólki hefur fjölgað jafnt og þétt í Reykhólahreppi og á Reykhólum síðustu árin. Jafnframt eru konur í sveitarfélaginu nú orðnar nánast eins margar og karlar en þar hefur jafnan hallað nokkuð á konurnar. Fjölgað hefur um þrettán manns í Reykhólahreppi síðasta árið, samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Skráðir íbúar í hreppnum voru 279 hinn 1. desember í fyrra en voru 292 núna hinn 1. desember.

 

Athygli vekur, að konum hefur fjölgað meira en körlum. Konur skráðar í Reykhólahreppi voru 134 fyrir einu ári en eru nú 144. Karlar skráðir í Reykhólahreppi voru 145 fyrir einu ári en eru nú 148. Í hreppnum öllum eru því karlar aðeins fjórum fleiri en konurnar. Slíkt jafnræði er fremur óvenjulegt á landsbyggðinni þar sem karlar eru mjög víða mun fleiri en konur.

 

Ef litið er rúman áratug til baka, þá voru íbúar Reykhólahrepps 309 árið 1998 eða 17 fleiri en nú. Eftir það fækkaði þeim jafnt og þétt og urðu fæstir 251 árið 2006. Síðustu þrjú árin hefur fjölgað á ný í hreppnum um 41 íbúa (16,3% fjölgun).

 

Allar tölur hér eru miðaðar við 1. desember ár hvert og teknar saman af vef Hagstofu Íslands.

 

Mannfjöldi í Reykhólahreppi 1. desember ár hvert:

     1998  -  309

     1999  -  303

     2000  -  308

     2001  -  304

     2002  -  292

     2003  -  283

     2004  -  260

     2005  -  255

     2006  -  251

     2007  -  266

     2008  -  279

     2009  -  292

  

Athugasemdir

Dalli, rijudagur 29 desember kl: 09:51

Það væri fróðlegt að sjá fólksfjöldatölur lengra aftur ef þær eru tiltækar.

Hlynur Þór Magnússon, rijudagur 29 desember kl: 10:56

Fólksfjöldatölur lengra aftur en rúman áratug eru ekki á vef Hagstofunnar, að ég best get fundið, þó að auðvitað séu þær til í skjalasafni hennar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31