4. júní 2011 |
Konur (og hundur) tóku til fótanna á Reykhólum
Þátttakendur í Kvennahlaupinu á Reykhólum í morgun voru rétt um fjörutíu talsins á öllum aldri, þar á meðal einn hundur (karlkyns þrátt fyrir tilefni dagsins). Ekki var mjög hlýtt í veðri - vestsuðvestanáttin fremur nöpur þrátt fyrir liðlega sjö stiga lofthita. Sprækar stelpur tóku undir eins á sprett en flestar aðrar fóru hægar yfir, ekki síst þær sem voru með barnakerrur eða leiddu lítil börn sér við hönd.
Smellið á myndirnar til að stækka þær.
03.06.2011 Kvennahlaupið á Reykhólum - „hreyfing allt lífið“