Tenglar

19. maí 2010 |

Konur skora á stjórnvöld vegna vanda heimilanna

Stjórn Sambands breiðfirskra kvenna lýsir miklum áhyggjum af þeim vanda sem fjölskyldurnar í landinu standa frammi fyrir. Það er bæði vegna skuldastöðu heimilanna og hækkandi vöruverðs í landinu. Stjórn sambandsins hvetur stjórnvöld til að gera allt sem hægt er til að heimilin fari ekki á vonarvöl. Vaxandi og viðvarandi atvinnuleysi, sérstaklega meðal ungs fólks, er ískyggileg þróun. Að stór hópur fólks skuli sífellt leita á náðir hjálparstofnana til að hafa fyrir brýnustu nauðsynjum er óviðunandi.

 

Stjórn sambandsins hvetur til þess að þegar verði unnið markvisst að því að lækka skuldir heimilanna, þar sem orðið hefur algjör forsendubrestur frá þeim áætlunum sem fólk hafði gert.

 

Jafnframt leggjumst við gegn því að slíkar lækkanir verði skattlagðar. Hér er um að ræða fjármuni sem aldrei hafa komið í vasa fólks og það aldrei haft til ráðstöfunar. Það er því hrein skattpíning að eiga að greiða skatta af slíku.

 

Við skorum á stjórnvöld að beita sér enn betur til hjálpar heimilinum í landinu, en kvenfélög hafa ævinlega staðið vörð um hag íslenskra heimila, allt frá stofnun.

 

Samband breiðfirskra kvenna samanstendur af kvenfélögum í Reykhólahreppi og Dalabyggð.

 

Reykhólahreppi, 16. maí 2010.

  

Undir ofanritaða ályktun skrifa stjórnarkonur í Sambandi breiðfirskra kvenna, þær Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður, Þrúður Kristjánsdóttir ritari, Svanhildur Sigurðardóttir gjaldkeri, Þóra Stella Guðjónsdóttir varaformaður, Jóhanna B. Jóhannsdóttir meðstjórnandi og Ingibjörg Eyþórsdóttir meðstjórnandi.

 

Bréf þetta hefur verið sent forsætisráðherra, fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra auk fréttamiðla.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31