Tenglar

12. júní 2012 |

Konur stöðugt fleiri meðal starfsmanna hreppsins

Níu af hverjum tíu starfsmönnum Reykhólahrepps eru konur. Núna í vetur birtist hér á vefnum frétt undir fyrirsögninni Kvennaveldi í Reykhólahreppi með tengingu í aðsenda grein undir fyrirsögninni Reykhólahreppur er kvennaríki. Auk þess sem vakin er athygli á athugasemdunum sem skrifaðar voru þar fyrir neðan skulu hér tilfærðar upplýsingar um hlutfall kvenna í hópi starfsmanna Reykhólahrepps frá 2004. Á hverju ári þarf að skila skýrslu til Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðugildi í hreppnum. Hér má sjá hvernig þróunin hefur verið (staðan í apríl hverju sinni) á undanförnum árum.

 

 

 

S  t  ö  ð  u  g  i  l  d  i

Alls Karlar / Konur

 

K a r l a r

K o n u r

2004

37,2 - 14,0 / 23,2

38%

62%

2005

37,0 - 11,0 / 26,0

30%

70%

2006

- upplýsingar vantar-

 

 

2007

31,4 - 6,3 / 25,1

20%

80%

2008

31,6 - 7,6 / 24,0

24%

76%

2009

28,2 - 6,6 / 21,6

23%

77%

2010

37,7 - 9,0 / 28,7

24%

76%

2011

37,3 - 6,0 / 31,3

16%

84%

2012

32,9 - 3,3 / 29,6

10%

90%

 

Öfugt við það sem almennt gerist á landsbyggðinni eru konur í Reykhólahreppi fleiri en karlar. Þetta hlutfall (konur fleiri en karlar) er jafnan talið meðal þess sem geri sveitarfélög ákjósanlegri til búsetu og allra lífshátta yfirleitt - og þá alls ekki eingöngu fyrir karlana.

 

Í ársbyrjun 2012 voru íbúar í Reykhólahreppi 271 skv. tölum Hagstofu Íslands, þar af 134 karlar og 137 konur. Ef aðeins er litið á fólk 18 ára og eldra var um að ræða 212 manns, þar af 103 karla og 109 konur.

 

Í töflunni hér fyrir ofan eru karlar taldir á undan konum. Þar er farið eftir venju Hagstofunnar og líka því sem viðgengist hefur í veröldinni frá ómunatíð. Eða hver veit til skamms tíma hérlendis (fram á síðari áratugi) um konur í störfum hreppsnefndarmanna eða hreppstjóra eða sveitarstjóra eða vörubílstjóra eða stríðsherra eða framkvæmdastjóra eða skrifstofustjóra eða verkstjóra? Verkstjóra? Nema þá sem verkstjóra yfir vinnukonum í þvottastandi og eldamennsku á efnaheimilum þar sem kallinn drottnaði yfir eiginkonunni harðri hendi sem drottnaði yfir vinnukonunum harðri hendi.

 

Hagstofan heldur sig einfaldlega við það sem alla tíð hefur viðgengist - fjallað er um karla fyrst. Þegar konurnar koma til mannkynssögunnar á annan hátt en sem hjásofelsi og mæður og sýningargripir til monts og sokkaþvottamanneskjur og eldakellíngar er þeirra getið neðanmáls eða fyrir aftan. Ef þeirra er þá getið á annað borð.

 

Orðalagið damerne først gilti lengst af sem kurteisi karla sem drottnuðu yfir konunum og létu drottinvald sitt mildilegast og yfirdánugast í ljós einmitt á þann hátt.

 

Sagt hefur verið frá ómunatíð: Heimur versnandi fer.

 

Finnst lesendum það gilda í þessu samhengi? Almennt? Í Reykhólahreppi?

 

 14.01.2012  Kvennaveldi í Reykhólahreppi (sjá líka athugasemdir þar fyrir neðan)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31