Tenglar

12. júlí 2012 |

Kosið um kvikmyndir á Reykhóladögum

Eins og fram kemur í dagskrá Reykhóladaga, sem var uppfærð nú í kvöld, hefjast þeir með tveimur kvikmyndasýningum á Báta- og hlunnindasýningunni að kvöldi fimmtudagsins 26. júlí. Myndirnar sem sýndar verða eru valdar í könnun á vefnum visitreykholahreppur.is. Fyrri sýningin verður fyrir 12 ára og yngri (allir eldri eru vissulega líka velkomnir) og hefst kl. 18. Sú seinni verður fyrir 13 ára og eldri og hefst kl. 21.

 

Um þrjár myndir er að velja í hvoru tilviki.

 

Á fyrri sýningunni eru það Alvin og íkornarnir 3 (2011), Emil í Kattholti (ekki liggur fyrir hver það yrði af þeim myndum sem gerðar hafa verið um hann) og Stígvélaði kötturinn (2011).

 

Á seinni sýningunni eru það myndirnar The Hunger Games (2012), Tower Heist (2011) og American Pie 4 - American Reunion (2012).

 

Inni á vefnum visitreykholahreppur.is má finna stiklur úr öllum myndunum - nema auðvitað um Emil í Kattholti. Skoðanakönnunin er þar hægra megin á síðunni. Kosningu lýkur 20. júlí. Koma svo!

 

Myndin sem hér fylgir er frá kvikmyndatöku við Staðarhöfn í Reykhólasveit á liðnu hausti.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31