Tenglar

7. desember 2009 |

Kosning á Vestfirðingi ársins 2009 hafin

Frá afhendingu viðurkenningarinnar fyrir árið 2008.
Frá afhendingu viðurkenningarinnar fyrir árið 2008.
Vikublaðið Bæjarins besta og fréttavefurinn bb.is á Ísafirði efna nú níunda árið í röð til kosningar á Vestfirðingi ársins. Svæðið sem valið nær til er allur Vestfjarðakjálkinn norðan Gilsfjarðar og Bitrufjarðar. Til að koma tilnefningum á framfæri þarf að fylla út sérstakt form á síðunni bb.is (sjá tengil hér fyrir neðan). Fólk er hvatt til að taka þátt í valinu og tilnefna þann Vestfirðing sem þeir telja að verðskuldi þessa nafnbót. Sá sem útnefninguna hlýtur fær henni til staðfestingar veglegan farandgrip frá skartgripaversluninni Gullauga á Ísafirði. Hægt er að skila inn tilnefningum til 31. desember.

 

Þau sem áður hafa hlotið nafnbótina Vestfirðingur ársins í þessu kjöri eru:

     2001: Guðmundur Halldórsson, formaður Smábátafélagsins Eldingar á Vestfjörðum.

     2002: Hlynur Snorrason, rannsóknarlögreglumaður á Ísafirði.

     2003: Magnús Guðmundsson, sjómaður á Flateyri við Önundarfjörð.

     2004: Örn Elías Guðmundsson (Mugison), tónlistarmaður.

     2005: Sigríður Guðjónsdóttir, íþróttakennari á Ísafirði.

     2006: Sunneva Sigurðardóttir, stofnandi Sólstafa á Vestfjörðum.

     2007: Arna Sigríður Albertsdóttir, nemi við Menntaskólann á Ísafirði.

     2008: Egill Kristjánsson, 88 ára sjómaður á Suðureyri við Súgandafjörð.

 

Smellið hér til að fá upp form til útfyllingar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31