Tenglar

13. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Kötturinn sleginn úr tunnunni á Reykhólum

Öskudagurinn er í dag og þar með maskadagur á Reykhólum eins og víða um land (á sumum stöðum er hann á bolludag). Af því tilefni verður kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu á balli sem byrjar kl. 15. Leikskólanemendum er velkomið að koma skrautklæddir í skólann en ekki er gert ráð fyrir að nemendur grunnskóladeildar mæti í búningi. Þeir fá hins vegar að nota síðustu kennslustund fyrir ballið til þess að hafa sig til og foreldrum er velkomið að koma og aðstoða.

 

Leikskólinn fer ekki með nemendur á ballið. Því er foreldrum leikskólabarna bent á, að ef þeir hafa áhuga á að kíkja á ballið með börnunum verður að sækja þau á leikskólann.

 

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að láta skólabílstjóra vita ef börnin þeirra fara ekki heim með bílnum.

 

Kaffiveitingar verða á vegum nemendafélagsins. Verð fyrir fullorðna 500 krónur, fyrir börn á grunnskólaaldri 300 krónur en frítt fyrir yngri en grunnskólabörn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31