Tenglar

11. maí 2017 | Sveinn Ragnarsson

Krabbameinsfélag Breiðfirðinga vekur athygli á ...

Íbúðir fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferð.

 

Að Rauðarárstíg 33 í Reykjavík eru íbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra af landsbyggðinni meðan á meðferð eða rannsókn stendur. Krabbameinsfélag Íslands á þar nokkrar íbúðir með öðrum félagasamtökum, og hafa aðildarfélög K. Í aðgang að þeim með einhverjum fyrirvara. Landsspítalinn sér um rekstur íbúðanna. Upplýsingar og úthlutun er á geisladeild spítalans í síma 543 6800 (Sigurveig) og einnig aðstoða undirritaðar við útvegun íbúðanna.

 

Krabbameinsfélag Breiðfirðinga greiðir húsaleigu í íbúðunum vegna sjúklinga úr Dölum eða Reykhólahreppi. Sama gildir ef sjúklingar dvelja á Sjúkrahóteli Landsspítalans um tíma.

 

Þá eru einnig í boði hvíldarvikur á ýmsum stöðum á landinu fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra, samkvæmt nánari auglýsingum hjá Krabbameinsfélagi Íslands, eða á vefnum Krabb.is.. Hægt er að hafa samband við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 Reykjavík og fá ráðleggingar og aðstoð af ýmsu tagi Sími 540-1900 eða gjaldfrjáls sími 800-4040

Samúðarkort Krabbameinsfélags Breiðfirðinga eru til sölu hjá Arion banka í Búðardal og hjá formanni og ritara félagsins. Einnig hægt að hringja í Krabbameinsfélag Íslands, og greiða með greiðslukorti.

 

Frekari upplýsingar og aðstoð er hægt að fá hjá eftirtöldum stjórnarmönnum í Krabbameinsfélagi Breiðfirðinga:

 

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Mýrartungu II, formaður s.434-7754/ 893-6396

Þrúður Kristjánsdótttir Sunnubraut 19, Búðardal, ritari s.434-1124/ 894-1824

Ingibjörg Kristjánsdóttir, Garpsdal, gjaldkeri s.434-7799/ 892-1768.

 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30