Tenglar

22. júní 2009 |

Kræklingarækt gæti orðið græn stóriðja

Bergsveinn á Gróustöðum með sýnishorn af kræklingnum sínum.
Bergsveinn á Gróustöðum með sýnishorn af kræklingnum sínum.
Kræklingarækt á eftir að verða græn stóriðja við Ísland og gæti skapað mörg hundruð störf. Þetta fullyrðir Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum í Reykhólahreppi og segir aðstæður hérlendis afar góðar. Fyrirtækið Norðurskel í Hrísey er komið lengst í því að þróa kræklingaræktina hérlendis en þar byrjuðu menn fyrir nærri áratug. Bergsveinn á Gróustöðum við Gilsfjörð er meðal þeirra sem farnir eru af stað en hann stundar ræktina utan við Króksfjarðarnes. Hann segir tíu aðra byrjaða og enn aðrir tíu séu að hugsa sér til hreyfings.

 

Lykilinn segir Bergsveinn góð skilyrði við Ísland og betri en víðast hvar annars staðar. Hann nefnir sem dæmi að á Prins Edward eyju við Atlantshafsströnd Kanada stundi milli fimm hundruð og þúsund manns kræklingarækt við erfiðari skilyrði og á margfalt minna svæði en býðst við Ísland, nánast allt í kringum landið.

 

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Bergsvein.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31