12. apríl 2015 |
Kræklingasúpa í Króksfjarðarnesi
Núna „einn góðan veðurdag“ voru kræklingabændurnir Magga á Gróustöðum og bræðurnir Bergsveinn eiginmaður hennar og Sævar Reynissynir við vegamótin í Króksfjarðarnesi og buðu vegfarendum heita kræklingasúpu sem þau elduðu þar á gasi. Þetta var vel þegið því að kalsi var og hríðarhraglandi þennan „góða veðurdag“ eins og flesta aðra daga síðustu mánuði.
Bjarni Ólafsson, mnudagur 13 aprl kl: 12:03
Þetta var flott og skemmtilegt framtak. Mjög slæmt að missa af þessu, læt vita í tíma þegar ég verð næst á ferðinni í minni sveit.
Kveðjur Bjarni Ólafs.