29. desember 2009 |
Kræklingur fyrir milljarða á næstu árum?
Ræktun á bláskel (kræklingi) getur skilað 1.500 tonna framleiðslu á næstu árum og 6.000 tonnum eftir sex ár. Til að það megi verða þurfa ræktunarmenn þó að spýta rækilega í lófana. Bláskelin er eftirsótt á Evrópumarkaði og þessi framleiðsla gæti skilað tveimur milljörðum í útflutningstekjur á ári og skapað 175 störf við ræktun og fullvinnslu. Sautján fyrirtæki stunda bláskeljarækt hér við land. Flest eru að stíga fyrstu skrefin, önnur eru tilbúin að fara út í alvöru framleiðslu og eitt fyrirtæki hefur lokið fullri fjármögnum og hafið útflutning.
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.
Bjarni Einarsson, mnudagur 11 janar kl: 18:34
Þar sem að kræklingingur er ekki fóðraður í kræklingarækt , þá tölum við um ræktun en ekki eldi :)