Tenglar

19. september 2011 |

Krafa heimamanna er skýr - láglendisvegur!

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

„Fólk er reitt og sorgmætt“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps um viðbrögð heimamanna við ákvörðun Ögmundar Jónassonar ráðherra samgöngumála um Vestfjarðaveg nr. 60. „Þau viðbrögð ættu svo sem ekki að koma á neinum á óvart þar sem íbúar í allri sýslunni hafa á tveimur fjölmennum íbúafundum harðlega mótmælt að þessi leið verði farin.“

 

Hér skal minnt á opinn fund Ögmundar í Bjarkalundi í Reykhólasveit í kvöld, mánudagskvöld kl. 17, þar sem hann kynnir rökin fyrir ákvörðun sinni og svarar fyrirspurnum.

 

Eyrún Ingibjörg segir kröfu heimamanna alveg skýra - láglendisvegur. „Við vitum það öll að það verður ekki farið í jarðgöng ellefu árum eftir að vegur er kominn upp. Ef vilji er fyrir því að skoða nýja leið, þá hvet ég allar þær stofnanir sem að því koma að styðja okkur í því að allt fari sem greiðlegast í gegnum tilheyrandi ferli og að menn skili af sér á réttum tíma. Ég myndi vilja setja A-leiðina í frummat til að eiga þann möguleika að setja hana í umhverfismat svo hægt væri að vinna það fljótt og vel. Það ætti ekki að kosta neina stórkostlega fjármuni.“

 

Þetta kemur fram á vef Tálknafjarðarhrepps.

 

Jafnframt leggur hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps áherslu á að hvergi verði hvikað frá þeim markmiðum að koma á heilsárssamgöngum á láglendisvegi. Þetta kemur fram í ályktun sem hreppsnefndin hefur sent frá sér. Þar lýsir hún yfir vonbrigðum með ákvörðun innanríkisráðherra um vegabætur á sunnanverðum Vestfjörðum. „Með tillögunni um hina svokölluðu D-leið er gengið þvert á vilja íbúa og annarra hagsmunaaðila í fjórðungnum enda hefur leiðinni ítrekað verið hafnað af Vestfirðingum. D-leiðin er fjallvegur um tvo torfæra hálsa og veglagning á nýrri leið mun valda óbætanlegum skaða á náttúru Hjallaháls og Ódrjúgsháls með miklum skeringum í kjarrivöxnum hlíðum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30