Tenglar

27. nóvember 2015 |

Krafa um leiðréttingu vegna málefna fatlaðs fólks

Fjáraukalög eru tæki stjórnvalda til að taka á ófyrirséðum áföllum í rekstri opinberra verkefna og einnig til að koma af stað brýnum verkefnum. Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) leggur áherslu á það í umsögn til Alþingis, að tekið verði á tveim verkefnum sem falla undir framangreinda flokka.

 

Annars vegar krefst sambandið þess að framlög til Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks verði aukin á árinu 2015 til að mæta sértækum rekstrarvanda í þessum málaflokki.

 

Hins vegar fagnar sambandið því að nú verði veitt fjármagni til að efla sjávarflóðarannsóknir, enda um brýnt mál að ræða vegna hækkandi sjávarstöðu. Aftur á móti eru það jafnframt mikil vonbrigði, að ekki er lögð áhersla á uppbyggingu starfsstöðvar Veðurstofu Íslands á Ísafirði á þessu starfssviði.

 

Þetta kemur fram á vef Fjórðungssambandsins.

 

Sjá hér umsögn FV til Alþingis

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31