Krafa um þjóðlendur í Reykhólahreppi
Óbyggðanefnd tók svæði 10C, sem eru Barðastrandasýslur, til meðferðar í nóvember 2018, sbr. 8. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998, og veitti fjármála- og efnahagsráðherra frest til 15. febrúar 2019 til að lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur á svæðinu, sbr. 1. mgr. 10. gr. sömu laga.
Fresturinn var framlengdur til 15. apríl 2019 og kröfur ríkisins bárust þann dag.
Krafa ríkisins er að 2 tilgreind svæði í Reykhólahreppi verði úrskurðuð þjóðlendur og þar með ekki eignarlönd. Þau eru:
- Landið Hvannahlíð sem er inn af Þorskafirði og nær að mörkum við Strandabyggð.
- Skálmardalsheiði sem er í landi Reykhólahrepps og liggur að Vesturbyggð og V - Ísafjarðarsýslu.
Í sóknalýsingum Barðastrandarsýslu segir m.a. um Reykhólakirkju og Hvannahlíð:
„Inn með firðinum heitir Múlahlíð, sem endar við Grjótá, en skilur Múlaland frá Hvannahlíð.
Hvannahlíð þessi heyrir til Reykhólakirkju. Áður var hún skógivaxin og bezta beitarland.
Nú er hún næstum úr sér gengin að öllu.“