2. september 2015 |
Kraftmikil kjötsúpa á WIP-mótinu í tvímenningi
Sjö pör spiluðu á opna WIP-mótinu í tvímenningi á Reykhólum á laugardag. Það var haldið fyrir forgöngu Eyvindar Magnússonar eins og í fyrra og Kvenfélagið Katla naut afrakstursins eins og þá. Létt snarl var fyrir mót og kraftmikil kjötsúpa í hálfleik. Í þremur efstu sætum urðu Flemming Jessen og Sveinn Hallgrímsson (59,5%), Birna Lárusdóttir og Sturlaugur Eyjólfsson (56,8%) og Ólafur Gunnarsson og Maríus Kárason (55,0%). Keppnisstjóri var Þórður Ingólfsson.
Mundi Páls tók myndirnar sem hér fylgja. Efstu pörin þrjú eru á síðustu myndinni.