24. september 2015 |
Kraftur í Breiðfirðingafélaginu eins og endranær
Fréttabréf Breiðfirðingafélagsins fyrir september er komið út. Auk þess sem sagt er frá sumrinu er greint frá dagskrá félagsins í haust og vetur, svo sem vikulegri félagsvist, vikulegum bridskvöldum, sameiginlegum dansleik Breiðfirðingafélagsins og Strandamanna þar sem Grétar Örvarsson leikur fyrir dansi, hálfsmánaðarlegu prjónakaffi og starfi Breiðfirðingakórsins.
Fréttabréfið í heild má lesa hér.