Tenglar

7. júní 2018 | Sveinn Ragnarsson

Krakkar héldu fund á skrifstofu Reykhólahrepps

1 af 3

Fólkið á hreppsskrifstofunni fékk skemmtilega heimsókn í dag. Krakkar sem eru á sumarnámskeiði hérna á Reykhólum kíktu til þeirra og kynntu sér starfið á skrifstofunni.


Þau fengu sér sæti í fundarherberginu og héldu sveitarstjórnarfund þar sem ýmis mál voru rædd og margar hugmyndir komu fram eins og til dæmis að fá aparólu í þorpið, rennibraut í sundlaugina, fleiri bækur á bókasafnið….risastórar bækur, endurnýja girðingu og hlið á leikskólalóð og byggja brú yfir Þorskafjörð.


Spennandi verkefni fyrir nýja sveitarstjórn og gott veganesti.

Eins og sjá má af myndunum voru málin á fundinum afgreidd á lýðræðislegan hátt.

Myndirnar tók Lovísa Ósk  Jónsdóttir.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31