Tenglar

10. febrúar 2015 |

Krapastífla og vatnsflóð í Gautsdal

Myndir: SR. Nánar í meginmáli.
Myndir: SR. Nánar í meginmáli.
1 af 7

Myndirnar sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í gær í Gautsdalnum þar sem þjóðvegurinn liggur áleiðis upp á Þröskulda. Krapastífla hafði komið í Gautsdalsána einhvern tíma um morguninn þannig að hún flóði upp úr farveginum framarlega í dalnum, rann niður með veginum, reif úr kantinum og stíflaði ræsi. Eins og sjá má voru Hafliði í Garpsdal og Magnús í Gautsdal þarna með tæki sín að opna ræsi sem stíflaðist. Mikið var farið að sjatna þegar myndirnar voru teknar.

 

Þó að hluti árinnar renni út úr farveginum framan við Réttarfossinn er samt eftir nóg vatn í hann, eins og sjá má á síðustu myndinni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31