Tenglar

14. maí 2011 |

Krían fáséð en þó komin á Reykhóla við Breiðafjörð

Á vefnum mbl.is í dag er frétt með fyrirsögninni Krían lætur bíða eftir sér vestanlands. Í upphafi segir að lítið sem ekkert hafi sést af kríunni ennþá suðvestan- og vestanlands en þó hafi sést til kríu á Seltjarnarnesi í gær. Á þriðjudaginn var í fréttum á landsvísu að fjórar kríur hafi sést suður á Garðskaga, og þótti væntanlega fréttnæmt. Í ljósi þessa má nefna, að helgina áður en greint var frá kríunum suður á Garðskaga sáust tvær kríur á Reykhólum við Breiðafjörð.

 

„Elstu menn muna ekki annað eins og engar haldbærar skýringar hafa komið fram, nema helst að ætisskortur síðustu ára og léleg afkoma í þessum landshlutum valdi þessu kríuleysi“, segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur í samtali við mbl.is.

 

Sjá einnig:

26.07.2008  Sandsílið virðist horfið og stórfelldur ungadauði

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30