Tenglar

25. júlí 2016 |

Króksfjarðarnes: Dásamlegur dagur í alla staði

1 af 26

Vel á þriðja hundrað manns komu á síðustu dagskrá Reykhóladaga, sem var í Króksfjarðarnesi (í daglegu tali Nesi) seinnipartinn í gær. Félagar úr harmonikufélaginu Nikkólínu spiluðu og sköpuðu yndislega stemmningu alveg frá upphafi vöffluhlaðborðs klukkan 14.

 

Tuttugu og fimm krakkar tóku þátt í kassabílakeppninni. Allir fengu viðurkenningarskjal, lítinn bikar og Reykhóladagabol.

 

Viðurkenningu fyrir flottasta bílinn hlaut Kolbeinn Óskar Bjarnason í Klettaborg.

 

Sigurvegarar í yngri flokki voru bræðurnir Bjarni og Kristján Ágústssynir á Reykhólum.

 

Sigurvegarar í eldri flokki voru vinirnir Sindri Sveinsson úr Reykjavík og Björn Gylfi Björnsson úr Kópavogi (hann er ömmu- og afastrákur Hönnu og Gylfa heitins á Reykhólum).

 

Sigurvegarar í báðum flokkum fengu töskur og sólgleraugu frá Landsbankanum.

 

Handverksfélagið Assa bað um að hér á vefnum yrði komið á framfæri kærum þökkum fyrir komuna og fyrir að gera daginn svona frábæran. „Dásamlegur dagur í alla staði!“

 

Myndirnar úr Nesi í gær sem hér fylgja tóku Sveinn Ragnarsson og Erla Björk Jónsdóttir. Af þeim að dæma voru a.m.k. sumir krakkarnir í kassabílarallinu orðnir sæmilega fullorðnir (kannski utan flokka). Myndunum er viljandi raðað hér af handahófi og ekki í réttri tímaröð og flestar eru textalausar, tala sjálfar sínu máli að mestu. Þó eru þar undantekningar ef grannt er skoðað ...

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30