Tenglar

7. maí 2009 |

Krunkað saman við höfnina á Bíldudal

Þeir Ingvar Samúelsson, Sveinn Ragnarsson og Þórarinn Ólafsson úr Reykhólahreppi skruppu saman vestur á Bíldudal á málþingið um atvinnulíf á suðursvæði Vestfjarða, sem þar var haldið í fyrrakvöld. Þórarinn segir að gaman hafi verið að skottast um holurnar á leiðinni. Hann tók nokkrar svipmyndir sem hér fylgja. Þeir félagarnir fóru í spássitúr um hafnarsvæðið á Bíldudal og má á fyrstu myndinni sjá þá Svein og Ingvar krunka saman og virða fyrir sér útsýnið yfir Bíldudalsvoginn. Á næstu mynd eru aðrir tveir að gera slíkt hið sama.
 
Já, það eru hrafnar á færibandi á Bíldudal.

 

Auk fleiri mynda frá hafnarsvæðinu á Bíldudal eru myndir af nokkrum sem þingið sátu, þeim Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur, sveitarstjóra á Tálknafirði, Ásbirni Óttarssyni, nýkjörnum fyrsta þingmanni NV-kjördæmis, og Hauki Má Sigurðarsyni, sem er gamalreyndur í bæjarmálum í Vesturbyggð.

 

Veður var gott á Bíldudal, logn framan af en golukorn þegar þeir félagarnir héldu aftur af stað heimleiðis. Það kemur ekki á óvart því að Bíldudalur er einhver sá veðursælasti af öllum bæjum og þorpum á Vestfjarðakjálkanum, ef til vill ásamt Súðavík við Álftafjörð við Djúp.

 

Málþing um eflingu atvinnulífs á suðursvæði Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30