Tenglar

30. mars 2016 |

Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu

Kýrnar á landnámsjörðinni Miðjanesi í Reykhólasveit látnar út í fyrsta sinn vorið 2011.
Kýrnar á landnámsjörðinni Miðjanesi í Reykhólasveit látnar út í fyrsta sinn vorið 2011.

Nýir samningar um um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar voru samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu meðal bænda, sem er nýlokið. Samningarnir eru til tíu ára en gert er ráð fyrir því að þeir verði endurskoðaðir eftir þrjú ár og eftir sjö ár. Þeir hafa verið umdeildir og voru línur í atkvæðagreiðslunni að sama skapi ekki hreinar. Þær voru þó talsvert skýrari hjá kúabændum en sauðfjárbændum.

 

Alþingi á eftir að fjalla um samningana og samþykkja þá eða hafna þeim.

 

Liðlega 60% sauðfjárbænda greiddu atkvæði með sínum samningi en liðlega 37% voru á móti. Kosningaþátttakan var tæplega 57%.

 

Tæplega 75% kúabænda greiddu atkvæði með sínum samningi en tæplega 24% voru á móti. Kosningaþátttakan var tæplega 71%.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31