Tenglar

11. mars 2009 |

Kveðjusamsæti í Barmahlíð

Kveðjuhóf var haldið á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í fyrradag vegna brottflutnings hjónanna Þuríðar Ólafsdóttur og Jóns Jóhannessonar. Þau fluttust í Barmahlíð í byrjun maí árið 2003 og varð dvöl þeirra þar þess vegna nærri sex ár. Þau komu úr Búðardal, þar sem þau voru þá búsett, en áður höfðu þau verið búendur í Haukadal í Dölum. Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal var fullsetið á þeim tíma en þegar pláss losnaði í Barmahlíð bauðst þeim að koma þangað. Núna losnuðu hins vegar tvö pláss í Silfurtúni, þar sem systir Þuríðar býr líka, og þá ákváðu þau að flytjast aftur á sínar fyrri heimaslóðir í Búðardal.

 

Þau Þuríður og Jón urðu bæði níræð á síðasta ári og við brottför þeirra lækkaði nokkuð meðalaldurinn í Barmahlíð, að sögn Hrefnu Hugósdóttur hjúkrunarforstjóra. Nokkuð munu tilfinningar fólks hafa verið blendnar við þetta tækifæri, eins og skiljanlegt er þegar góðir vinir til margra ára kveðjast, en í heildina má segja að þetta hafi verið notaleg stund. Félagar úr Vinafélagi Barmahlíðar komu í hófið og spiluðu og sungu við góðar undirtektir.

 

Myndirnar úr kveðjuhófinu sem hér fylgja tók Þórarinn Ólafsson (smellið á myndirnar til að stækka þær). Fleiri myndir sem hann tók við þetta tækifæri er að finna í valmyndinni hér vinstra megin: Ljósmyndir > Myndasyrpur > Barmahlíð 9. mars 2009.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31