Tenglar

28. nóvember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Kvenfélagsalmanakið 2014 komið út

Breiðafjörður í kvöldsólarglóð.
Breiðafjörður í kvöldsólarglóð.
1 af 3

Dagatal Kvenfélagsins Kötlu í Reykhólahreppi fyrir árið 2014 er komið út. Það verður til sölu á jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi um helgina og jafnframt er það komið í verslunina Hólakaup. Líka er velkomið að hafa samband við Indu í síma 894 2099 og Öddu í síma 892 1712 eða senda póst í netfangið kvenfelag@reykholar.is. Dagatalið prýða að venju glæsilegar myndir og má hér sjá þrjár þeirra.

 

Margar konur inna af hendi óeigingjarnt starf í Kvenfélaginu Kötlu, sem styrkir ýmis góð málefni í sveitarfélaginu og býður öllum á jólaballið sitt árvissa. Útgáfa dagatalsins, sem kostar aðeins 2.000 krónur, er ein af fjáröflunarleiðum félagsins.

 

Athugasemdir

Ólína Kristín Jónsdóttir, fimmtudagur 28 nvember kl: 18:49

Við verðum líka með nokkur eintök á jólavöku Barðstrendingafélagsins á sunnudaginn ef borgarbúar hafa áhuga á að nálgast eintak :)
Þetta er virkilega flott dagatal!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31