Tenglar

3. nóvember 2012 |

Kvennadeild Barðstrendinga: Basar og kaffihlaðborð

Fólk sýnir sig í dag og sér aðra í Breiðfirðingabúð í Reykjavík á hinum árlega fjáröflunardegi kvennadeildar Barðstrendingafélagsins. Þar verður basar með fjölda góðra muna af ýmsu tagi, happdrætti og kaffihlaðborð. Mannfagnaðurinn hefst kl. 14 og stendur fram eftir degi. Á basarnum verður meðal annars úrval af handverki kvennanna og velunnara félagsins, svo sem jólaskraut, húfur og vettlingar.

 

Líka má nefna ýmsar tegundir af heimasoðinni sultu en ekki síst úr aðalbláberjunum sem hvergi á landinu eru ríkulegri eða vöxtulegri en við innanverðan Breiðafjörðinn. Á boðstólum verður úrval af heimabökuðum smákökum og öðru góðgæti.

 

Kaffihlaðborðið er frítt fyrir yngri en 6 ára, kostar 500 krónur fyrir 6-12 ára og 1.500 krónur fyrir þá sem eldri eru. Fólk er minnt á lyftuna í húsinu.

 

Naumast þarf að taka fram, að öll vinna við þennan mannfagnað og þessa fjáröflun er innt af hendi í sjálfboðavinnu sem endranær og afrakstrinum varið til góðra hluta.

    

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31