Tenglar

15. júní 2012 |

Kvennahlaupið á sínum stað á Reykhólum

Kvennahlaupshópurinn á Reykhólum 2011.
Kvennahlaupshópurinn á Reykhólum 2011.

Kvennahlaup Íþróttasambands Íslands verður á sínum stað á Reykhólum á morgun, laugardag. Lagt verður af stað frá Grettislaug kl. 11 og verður um fjórar vegalengdir að velja: 2 km, 3 km, 5 km og 7 km. Frítt verður í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu. Þátttökugjald er 1.250 kr. og verður tekið við greiðslu í afgreiðslu sundlaugarinnar. Söfnunarkassi fyrir gömlu brjóstahaldarana og önnur undirföt verður á staðnum.

 

Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Hlaupið var í Garðabæ og á 7 stöðum um landið, á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Laugum í Þingeyjarsýslu, í Grundarfirði, Stykkishólmi og Skaftafellssýslu. Rúmlega 2.000 konur tóku þátt í hlaupinu í Garðabæ og um 500 konur á landsbyggðinni. Nú taka árlega um 16.000 konur þátt í hlaupinu á 90 stöðum hérlendis og 16 stöðum erlendis.

 

Kvennahlaupið er haldið sem næst kvenréttindadeginum 19. júní þar sem höfðað er til samstöðu kvenna. Innifalið í þátttökugjaldinu eru kvennahlaupsbolurinn sem er úr dry-fit efni með V-laga hálsmáli og verðlaunapeningur.

 

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því er ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs.

 

Sjóvá hefur verið aðalstyrktaraðili hlaupsins frá árinu 1993. Heimasíða Sjóvá-Kvennahlaups ÍSÍ er hýst á vef Sjóvá - www.sjova.is. Þar er að finna helstu upplýsingar um hlaupið, sögu þess, hlaupastaði og þema. Á vefnum er líka að finna skemmtileg myndskeið og veglegt myndasafn frá flestum hlaupastöðum frá árinu 2001. Kvennahlaupið er einnig á Facebook.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31