Tenglar

20. júní 2009 |

Kvennahlaupið tuttugasta árið í röð

Kvennahlaup Íþróttasambands Íslands er í dag, laugardaginn 20. júní, tuttugasta árið í röð. Formlegir hlaupastaðir á landinu munu vera yfir áttatíu, þar á meðal á Reykhólum, þar sem lagt verður af stað frá Grettislaug klukkan 11. Fjórar vegalengdir eru í boði, 2, 5, 7 og 10 kílómetrar. Frítt er í sund í Grettislaug að hlaupi loknu. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að hvetja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar, ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta daga ársins.

 

Fyrsta hlaupið fór fram í Garðabæ árið 1990 og hlupu þá um 2500 konur. Á þessum 20 árum hefur þátttakan margfaldast og nú er hlaupið einn vinsælasti almenningsíþróttaviðburður á landinu.  Þá hefur hlaupið einnig teygt anga sína víðar og er nú hlaupið um allan heim, allt frá Íslandi til Ástralíu. Allt frá 1993 hefur Sjóvá hefur verið helsti styrktaraðili hlaupsins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31