Tenglar

4. ágúst 2016 |

Kvennalandsliðið kemur og teflir á Reykhólum

Birna E. Norðdahl: Hvíldarstund frá verki síðasta sumarið á Reykhólum.
Birna E. Norðdahl: Hvíldarstund frá verki síðasta sumarið á Reykhólum.

Til viðbótar því sem hér hefur áður komið fram um keppendur á skákmótinu sem haldið verður á Reykhólum 20. ágúst til minningar um Birnu Norðdahl, má geta þess að kvennalandslið Íslands í skák eins og það leggur sig ætlar að koma. Líka hefur Jón L. Árnason stórmeistari bæst í hópinn, sem og Björn Ívar Karlsson, landsliðseinvaldur kvenna.

 

Þetta verður eins konar upphitun hjá kvennalandsliðinu, sem síðan er á förum til keppni á Ólympíumótinu í Bakú við Svartahaf dagana 1.-14. september. Liðið skipa þær Lenka Ptacnikova, Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Hrund Hauksdóttir og Verónika Steinunn Magnúsdóttir.

 

Áður lá fyrir að Guðlaug kæmi vestur, sem og þær Áslaug Kristinsdóttir og Sigurlaug Friðþjófsdóttir, sem einnig voru ásamt Birnu í landsliðinu á sínum tíma. Jafnframt lá fyrir að stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Jóhann Hjartarson ætla að koma.

 

Á myndinni sem hér fylgir hefur Birna Norðdahl tyllt sér niður frá starfi sínu og áhugamáli síðustu árin hennar á Reykhólum. Nánar má lesa um það undir tenglinum hér fyrir neðan.

 

Sjá nánar hér:

Minningarmót Birnu E. Norðdahl á Reykhólum (Reykhólavefurinn 1. ágúst 2016).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31