Kvennaveldi í Reykhólahreppi
„Í Reykhólahreppi er sveitarstjórinn kona, allir starfsmenn á skrifstofu hreppsins eru konur. Oddviti hreppsins er kona. Presturinn er kona. Skólastjóri Reykhólaskóla er kona. Skólastjóri leikskólans er kona. Forstjóri Dvalarheimilisins Barmahlíðar er kona. Forstöðumaður Grettislaugar og tjaldsvæðis hreppsins á Reykhólum er kona. Félagsmálastjórinn er kona. Ferðamálafulltrúinn er kona. Formaður leikfélagsins er kona.“
Þetta kemur fram í pistli undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin (eða smellið hér) með fyrirsögninni Reykhólahreppur er kvennaríki. Þó er ekki allt upp talið.
Einnig segir þar:
„Karlar í Reykhólahreppi eru í traustum en mjúkum höndum. Reykhólahreppur og flest sem hér er fengist við er í traustum en mjúkum höndum. Er Reykhólahreppur einsdæmi hérlendis hvað þetta varðar?“
Unnur Ólöf, laugardagur 14 janar kl: 16:25
"Bestasta" sveitinn auðvitað er henni stjórnað af konum :-)