Tenglar

14. janúar 2012 |

Kvennaveldi í Reykhólahreppi

„Í Reykhólahreppi er sveitarstjórinn kona, allir starfsmenn á skrifstofu hreppsins eru konur. Oddviti hreppsins er kona. Presturinn er kona. Skólastjóri Reykhólaskóla er kona. Skólastjóri leikskólans er kona. Forstjóri Dvalarheimilisins Barmahlíðar er kona. Forstöðumaður Grettislaugar og tjaldsvæðis hreppsins á Reykhólum er kona. Félagsmálastjórinn er kona. Ferðamálafulltrúinn er kona. Formaður leikfélagsins er kona.“

 

Þetta kemur fram í pistli undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin (eða smellið hér) með fyrirsögninni Reykhólahreppur er kvennaríki. Þó er ekki allt upp talið.

 

Einnig segir þar:

 

„Karlar í Reykhólahreppi eru í traustum en mjúkum höndum. Reykhólahreppur og flest sem hér er fengist við er í traustum en mjúkum höndum. Er Reykhólahreppur einsdæmi hérlendis hvað þetta varðar?“

 

Athugasemdir

Unnur Ólöf, laugardagur 14 janar kl: 16:25

"Bestasta" sveitinn auðvitað er henni stjórnað af konum :-)

Sig.Torfi, laugardagur 14 janar kl: 18:24

Ég vinn Þörungarverksmiðjunni, stæðsta fyrirtæki í sveitafélginu og þar eru engar konur við stjórnvölin...

Ásta Sóllilja, laugardagur 14 janar kl: 23:22

Auðvitað er það ekki ,,bestast" eitt né neitt, Unnur Ólöf, að annað kynið stjórni en hitt ekki.

Kvenfrelsisbaráttan er hugsjón um jafnrétti en ekki valdafíkn.

Kolfinna Ýr, sunnudagur 15 janar kl: 10:14

Formaður ungmennafélagsins er kona.

Kristín Bjarnadóttir, sunnudagur 15 janar kl: 11:15

Gaman væri nú að sjá nafnalistann yfir þessar vösku konur!

Anna Dóra Gunn, sunnudagur 15 janar kl: 12:00

Ég sé ekkert að því að konur stjórni hverju sem er, ef þær eru til þess hæfar. Rétt eins og það, að karlar stjórni, séu þeir hæfastir. Mér hefur alltaf þótt undarlegt að hægt sé að skammast yfir því að hæfasti umsækjandi sé ráðinn til starfs hverju sinni, sé komið „ójafnvægi" kynja á milli. Sá hæfasti ætti alltaf að hreppa hnossið. Svo er sjálfsagt deilt um þetta, ef tveir umsækjendur eru jafn hæfir.

Gústaf Jökull, sunnudagur 15 janar kl: 12:43

Veit ekki betur en að formaður kvennfélagsins sé kona,einnig er Landsbankanum í Króksfjarðarnesi stjórnað af konu.

sveinn sigurður ólafsson, sunnudagur 15 janar kl: 16:54

skiptir nú ekki mestu að sé ekki fáviti við stjórnvölin?

ekki hvað er danglandi eða ekki danglandi í klofinu á þeim ? (og annarsstaðar :))

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30