Tenglar

13. júní 2010 |

Kvöldvaka og aðalsafnaðarfundur á Reykhólum

Kvöldvaka verður haldin í Reykhólakirkju í kvöld og hefst kl. 20. Sungið verður saman við gítarleik Sóleyjar í Nesi, hlustað á ritningarlestur og hugvekju og beðið saman. Í beinu framhaldi af kvöldvökunni verður aðalsafnaðarfundur Reykhólasóknar með venjulegum aðalfundarstörfum. Þar verða reikningar sóknarinnar lagðir fram og ýmis önnur mál rædd. Rúsínan í pylsuenda fundarins er kosning í sóknarnefnd en þar er nú laust eitt sæti aðalmanns.

 

Í haust verður síðan haldið námskeið um það hvað felst í því að starfa í sóknarnefnd, hlutverk hennar og fleira skemmtilegt, segir sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur. Hún hvetur sóknarbörn til að mæta í kvöld og taka þátt í að móta starfið í kirkjunni sinni. Allir sóknarmeðlimir 16 ára og eldri hafa tillögu- og atkvæðisrétt á aðalsafnaðarfundi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30