Tenglar

4. mars 2015 |

Kvótakerfið lækkar launin

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

„Kvótakerfið í sjávarútvegi hefur gefið handhöfum kvótans hverju sinni mikið vald. Það hafa þeir notað til þess að hámarka verðmæti kvótans og þar með eigin gróða. Kvótakerfið hefur gefið ágirndinni, einni af höfuðsyndunum, lausan tauminn. Vanrækt hefur verið að setja nauðsynlegar hömlur á gróðasöfnun kvótahafanna á kostnað annarra. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Verð á kvóta hefur í nánu samráðu við fjármálastofnanir verið spennt svo hátt að ógerningur er fyrir nýja aðila að koma undir sig fótunum í sjávarútvegi. Það finnst enginn grundvöllur fyrir því að standa undir kaupum á kvóta með þeim tekjum sem aflinn gefur.“

 

Þannig hefst grein sem Kristinn H. Gunnarsson í Bolungarvík, ritstjóri og fv. alþingismaður, sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér fyrir ofan. Kristinn heldur áfram:

 

„Nema þá með því að hafa rangt við og auka tekjurnar þannig. Það eru margar vísbendingar um sú sé raunin og að í raun sé veitt meira úr hafinu en aflatölur bera með sér. Eftirlitskerfið, með Fiskistofu í broddi fylkingar, hefur gefist upp eins og Fiskistofustjóri hefur viðurkennt í blaðaviðtali. Meira er deilt um það hversu mikil launveiðin er en hitt hvort hún eigi sér stað. Verði gerð gangskör að því að halda veiðinni að leyfðum afla mun það hafa þær afleiðingar að verð á kvóta mun lækka. Það gengur gegn hagsmunum handhafa kvótans og gegn hagsmunum viðskiptabankanna. Eftirlitsstofnanirnar vita hvað til þeirra friðar heyrir og velja að spila með.“

 

Grein Kristins má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31