5. janúar 2010 |
Kyndilganga og þrettándagleði á Reykhólum
Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi gengst fyrir þrettándagleði við Hlunnindasýninguna á Reykhólum undir kvöld á þrettánda degi jóla, 6. janúar, og hefst hún kl. 17.30. Farin verður kyndilför að brennu við Skeiði, sungnir söngvar og álfar og huldufólk ásamt skessum og tröllum verða kvödd þegar þau leggja af stað til fjalla. Síðan verður haldið að Hlunnindasýningunni á ný fyrir sögulestur og kakóspjall.
Allir eru hvattir til að mæta í búningum.