Tenglar

15. apríl 2008 |

Kynning á aðalskipulagi Reykhólahrepps til 2018

Tillaga að aðalskipulagi Reykhólahrepps fram til 2018 verður kynnt á almennum íbúafundi á fimmtudag, 17. apríl. Hér er um að ræða skipulagsáætlun sem tekur til alls þess landsvæðis sem hreppurinn nær yfir, eða frá Gilsfirði að sunnan og allt vestur í Kjálkafjörð, auk Breiðafjarðareyja. Í áætluninni kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngur, þjónustu, umhverfismál og þróun byggðar í hreppnum. Helsti tilgangur fundarins verður að leita eftir ábendingum og athugasemdum og gefa íbúum og hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sem snerta aðalskipulagið.

Að lokinni úrvinnslu frá fundinum mun sveitarstjórn óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa aðalskipulagið. Á auglýsingatímanum gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna.

Kynningarfundurinn verður í Grunnskólanum á Reykhólum og hefst kl. 17 á fimmtudag. Þar munu skipulagsráðgjafar frá Landmótun gera grein fyrir tillögum og taka á móti athugasemdum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31