27. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is
Kynning á raunfærnimati í skipstjórn
Kynningarfundur um raunfærnimat í skipstjórn verður haldinn í fjarfundi í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 7 á Hólmavík kl. 16.30 á morgun, mánudag, og jafnframt á sama tíma á starfsstöðvum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði og Patreksfirði. Mat þetta er ætlað þeim sem hafa starfað á sjó í 5 ár eða lengur og hafa áhuga á að ná sér í stýrimanns- og skipstjórnarréttindi.
Matið miðar að því að meta þá færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið, óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í nám í skipstjórn á B-stigi (45 m skip). Þátttakendur fara í kjölfarið í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til þess að fá réttindi.