Tenglar

16. mars 2010 |

Kynning á þverun fjarða og sjávarfallavirkjun

Þverun í mynni Þorskafjarðar.
Þverun í mynni Þorskafjarðar.
Bjarni M. Jónsson heldur kynningarfund á Reykhólum á fimmtudaginn, 18. mars, þar sem kynntar verða áhugaverðar hugmyndir um að samþætta veg og virkjun í sameiginlegu mynni Þorskafjarðar, Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Þetta er hugmynd sem varð til þegar Bjarni vann að meistaraprófsritgerð við Háskólasetrið á Ísafirði í fyrra. Búið er að stofna sprotafyrirtæki um hugmyndina sem heitir Vesturorka - WesTide ehf. Að því standa í dag, auk Bjarna, Orkubú Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

Bjarni segir mikilvægt að hefja þetta ferli formlega með því að kynna fyrir heimamönnum þær upplýsingar sem liggja fyrir á þessu stigi og hver næstu skref eru. Hann segir einnig mikilvægt að fá að heyra sjónarmið landeigenda, yfirvalda á staðnum og annarra heimamanna og hvað þeir leggja til málanna.

 

Fundurinn verður í Reykhólaskóla og hefst kl. 19.30. Að forminu til felst hann í glærukynningu og umræðum.

 

Á myndinni er sýnd þverun og brú í mynni Þorskafjarðar ásamt virkjun. Í brúnni eru hverflar sem framleiða rafmagn á útfalli. Rafleiðslur í formi jarðstrengja liggja með veginum. Myndin er byggð á gervitunglamynd frá Google. Smellið á hana til að stækka.

 

30.11.2009  180 megavatta hámarksafl frá Þorskafjarðarvirkjun

16.01.2010  Raforkufélagið Vesturorka í burðarliðnum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31